Meiri líkur en minni að Landeyjahöfn opni á morgun
22. nóvember, 2010
Nú eru meiri líkur en minni að Landeyjahöfn opni aftur á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip en dýpkun stendur nú yfir og ætti höfnin að verða fær síðdegis á morgun, komi ekkert óvænt upp. Fyrsta ferð verður þó farin til Þorlákshafnar en síðdegis verður þá siglt til Landeyjahafnar samkvæmt áætlun.