Elliði Vignisson, bæjarstjóri segir að bæjaryfirvöld sitji ekki með hendur í skauti og bíði hvað verða vill í samgöngumálum Eyjanna. Nokkuð hefur borið á gagnrýnisröddum undanfarið um rekstur Herjólfs og hefur verið kallað eftir viðbrögðum bæjaryfirvalda. Elliði segist hafa sent bréf á Eimskip og Vegagerðina með sjö atriðum sem bæjaryfirvöld telja að bæta verði. Þá segir Elliði jafnframt að ekki sé loku fyrir það skotið að Vestmannaeyjabær sæki um að taka að sér rekstur Herjólfs þegar samningur við Eimskip rennur út í september.