Næstkomandi laugardag verður haldið Loðnuslútt í Höllinni. Enginn annar en sjálfur Helgi Björns mun mæta ásamt fríðu föruneyti en boðið verður upp á glæsilegan matseðil og vonandi nýta sjómenn og loðnuvertíðarfólk þetta tækifæri til að slútta frábærri loðnuvertíð á heimaslóð.