Margrét Lára Viðarsdóttir fór hreinlega hamförum fyrir íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu í kvöld þegar Ísland mætti Búlgaríu á Laugardalsvellinum. Búlgarska liðið var engin fyrirstaða fyrir það íslenska, sem sigraði 6:0. Margrét Lára gerði sér lítið fyrir og skoraði fjögur af sex mörkum Íslands en auk hennar var Fanndís Friðriksdóttir í byrjunarliðinu og átti góðan leik.