Ísfélagi Vestmannaeyja voru veitt hvatningarverðlaun Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga á aðalfundi félagsins sem nýlega var haldinn á Þórshöfn. Þetta er í tíunda sinn sem verðlaunin eru veitt. Ísfélagið hlaut viðurkenninguna „fyrir öfluga uppbyggingu í grunnatvinnuvegi á svæðinu sem skiptir sköpun um þróun og velferð samfélagsins, eins og segir í verðlaunaskjalinu.
“