Karlalið ÍBV sækir Þór heim í kvöld norður til Akureyrar en leikurinn hefst klukkan 19:15. Eyjamenn hafa spilað feykna vel í síðustu leikjum og eru í öðru sæti Pepsídeildarinnar, aðeins stigi á eftir KR sem er efst. Nýliðum Þórsara hefur hins vegar ekki gengið eins vel í byrjun móts, liðið hefur aðeins unnið einn leik en tapað fjórum. Þórsarar hafa þó aðeins leikið einn heimaleik, sem þeir reyndar töpuðu en þeir vilja sjálfsagt rétta sinn hlut á heimavelli sínum.