Á fundi bæjarráðs í dag var m.a. rætt um málefni Herjólfs í framhaldi af fundi sem bæjarfulltrúar áttu með Kristínu Sigurðardóttur og Gunnari Gunnarssyni frá Vegagerðinni, í síðustu viku. Tilgangur þess fundar var að ræða væntanlega slipptöku Herjólfs og afleysingaskip á meðan. Einnig báru á góma þjónustumál um borð í Herjólfi til lands og sjávar. Fulltrúar heimamanna settu fram kröfu til Vegagerðarinnar um að hún sinni hagsmunagæslu fyrir Eyjamenn að öllu er snýr að þjónustu skipsins.