Það var í ýmsu að snúast í vikunni sem leið enda fjöldi fólks í bænum. Þrátt fyrir fólksfjölda fór allt ágætlega fram og engin teljandi vandræði sem upp komu. Rólegt var í kringum skemmtistaði bæjarins um helgina en eitthvað var þó um að lögreglan þurfti að hafa afskipti af fólki sökum ölvunarástands þess.