St. Patrick’s Athletic, mótherjar Eyjamanna í Evrópudeild UEFA á fimmtudaginn, komust um helgina í toppsæti írsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. St. Patrick’s vann Bray Wanderers, 1:0, á heimavelli sínum í Dublin á meðan keppinautarnir í Shamrock Rovers sóttu Sligo Rovers heim og töpuðu 2:0.