Jónas Engilbertsson, eyjapeyi frá Hólshúsi, var fyrir skömmu heiðraður af Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra fyrir að hafa í 40 ár samfellt, ekið strætó í Reykjavík. Einnig var Jónas heiðraður af Starfsmannafélagi Reykjavíkur. Jónas er fæddur í Hólshúsi við Bárugötu og bjó þar alla sína æsku og fram á fullorðinsár, þegar hann flutti til Reykjavíkur.