Ítarleg umfjöllun um golfvöllinn í Eyjum í Golfing World
6. júlí, 2011
Aðstandendur fréttaþáttarins Golfing World komu hingað til lands á dögunum og tóku upp ítarlega kynningu á Golfvelli Vestmannaeyja. Golfing World eru vandaðir fréttaþættir sem fjalla um allt það helsta sem er að gerast í golfinu og eru þessar golfvallakynningar meðal fastra liða í þáttunum. Golfvellirnir sem fjallað hefur verið um spanna öll heimshorn og því alla flóru golfvalla í heiminum. Þáttastjórnendur dáðust að hrikalegu landslagi á golfvellinum í Eyjum og hvernig fyrri níu holurnar eru staðsettar í gíg sem getur búið til ákveðin vandamál fyrir kylfingar þegar vindurinn gengur bókstaflega í hringi.