Í dag verður frumflutt Þjóðhátíðarlagið 2011 en það er Trausti Haraldsson sem semur lagið en Páll Óskar Hjálmtýsson semur textann og útsetur lagið. Þá kemur lagahöfundurinn Örlygur Smári einnig að gerð lagsins. La Dolce Vita verður frumflutt á öllum stærstu útvarpsstöðvum landsins í dag og verður spennandi að sjá útkomuna enda ekki hægt að segja að þjóðhátíðarnefnd fari troðnar slóðir í vali sínu á höfundi þjóðhátíðarlagsins í ár.