Þær Sigríður Lára Garðarsdóttir og Svava Tara Ólafsdóttir eru á sínum stað í 18 manna hópi íslenska U-17 ára landsliðsins sem tekur þátt í fjögurra liða úrslitum Evrópumótsins. Stelpurnar unnu sér sæti í undanúrslitum fyrr í sumar en mæta Spáni 28. júlí. Sigurliðið leikur svo gegn sigurvegara úr leik Þýskalands og Frakklands um Evrópumeistaratitilinn.