Handboltaliði ÍBV hefur bæst verulega góður liðsstyrkur fyrir komandi tímabil en línumaðurinn Pétur Pálsson hefur ákveðið að spila með liðinu í vetur. Pétur hefur spilað í Danmörku undanfarið með Midtjylland en Pétur er 26 ára gamall og lék lengst af með Haukum. Hann var m.a. valinn í úrvalslið efstu deildar vorið 2010. „Ég spilaði með honum í Haukum og þekki hann því vel. Hann er nautsterkur og ósérhlífin innan vallar en góður drengur og til fyrirmyndar utanvallar,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV.