Um miðjan dag voru fjórir aðilar handteknir af lögreglunni í Vestmannaeyjum þar sem nokkuð magn af fíkniefnum fundust í herbergi á gistiheimili þar sem þau gistu. Einnig fann fíkniefnahundurinn Luna lítisháttar til viðbótar af fíniefnum í bifreið hjá þessum aðilum. Um var að ræða rúm 50 grömm af maríúana. Við skýrslutöku neituðu þau að eiga efnin og voru þau því færð í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.