Stúkumálið var tekið fyrir á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi en ljóst er að ef ekkert verður gert varðandi áhorfendastæði við Hásteinsvöll, mun karlalið ÍBV leika heimaleiki sína annarsstaðar. Meirihluti lagði fram tillögu þess efnis að bæjaryfirvöld leggi til framlög til að bæta áhorfendastæði við Hásteinsvöll til jafngildis framlags KSÍ, sem er á bilinu 10-12 milljónir. Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum meirihlutans en minnihluti greiddi atkvæði gegn tillögunni.