„Vantar kærustu! Þarf að vera góð að flokka sorp. Aðbúnaður góður,“ sagði í auglýsingu sem birtist í Fréttum þann 8. september og hefur vakið mikla athygli. „Menn tóku þessu eins og þetta var sett fram. Það hefur enginn hringt sérstaklega út af auglýsingunni og það er ljóst að maður nær sér ekki í kærustu sem nennir að flokka sorp,“ sagði Snorri Jónsson í Löndunarþjónustunni sem auglýsti eftir kærustunni góðu.