Vegna sjávarfalla er nauðsynlegt að breyta áætlun Baldurs milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar sem hér segir. Þriðjudaginn 27. september verða ferðir Baldurs frá Vestmannaeyjum kl. 17:30 og frá Landeyjahöfn kl 19:00 felldar niður. Miðvikudaginn 28. september og fimmtudaginn 29. september verður ferð Baldurs frá Vestmannaeyjum kl. 17:30 færð til kl 14:30 og ferð Baldurs frá Landeyjahöfn kl 19:00 færð til kl. 16:00.