Síðasta umferð Pepsídeildar karla fer fram í dag, laugardag klukkan 14:00 en þá tekur ÍBV á móti Grindavík á Hásteinsvelli. Það er ekki lítið í húfi því Grindvíkingar eru í fallsæti og þurfa helst öll þrjú stigin til að eiga von um að halda sæti sínu í deildinni. Það er ekki minna undir hjá ÍBV því sæti í Evrópukeppninni er í húfi og þarf ÍBV í það minnsta eitt stig til að tryggja Evrópusætið.