Leikur ÍBV og Gróttu í 1. umferð N1 deildar kvenna fer fram klukkan 17:00 í dag. Leikurinn átti upphaflega að fara fram klukkan 12:00 en þar sem Baldur sigldi ekki fyrstu ferð í dag, þá komst Gróttuliðið né dómarapar leiksins til Eyja í tæka tíð. Eyjaliðið hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir komandi átök og verður spennandi að sjá hvernig Svavar Vignisson, þjálfari liðsins og stelpurnar hans mæta til leiks í vetur.