Það var ekki hægt annað en að samgleðjast Grindvíkingum eftir sigur þeirra á ÍBV á Hásteinsvelli í dag. Grindvíkingar þurftu nauðsynlega sigur til að halda sér í deildinni og sigur höfðu þeir 0:2 en bæði mörkin komu á síðustu tíu mínútum leiksins. Eyjamenn voru um leið nærri búnir að missa Evrópusætið til Stjörnunnar en Stjarnan hefði þurft að vinna sinn leik til að svo mætti verða. Það gerðu þeir ekki, Stjarnan tapaði 4:3 fyrir Breiðabliki og ÍBV hélt því Evrópusætinu.