Sæll Elliði. Ég var að horfa á fréttir á Stöð 2 þar sem þú varst að tjá þig um Baldur og siglingar í Landeyjahöfn, ég heyrði þig ekki segja frá því að Baldur tók niðri í mynni Landeyjarhafnar laugardaginn 1. okt. í hádeginu þannig að það drapst á annari aðalvélinni, svo það er ekki mikið dýpi í hafnarmynninu. Mín skoðun er sú að við látum þá háu herra hjá Siglingastofnun leiða okkur í umræðunni í þessu máli. Að þeirra mati er ekkert að þessari höfn hún hafi bara ekki verið hönnuð fyrir Herjólf heldur fyrir minna skip.