Í gær skrifaði knattspyrnumaðurinn Eyþór Helgi Birgisson undir tveggja ára samning hjá ÍBV. Eyþór Helgi þekkir ágætlega til hjá ÍBV en hann var lánaður til ÍBV frá HK sumarið 2009 og lék með liðinu í efstu deild það sumar og í fyrra. Hann sneri hins vegar aftur til HK fyrir nýliðið tímabil og lék með liðinu í sumar en HK féll úr 1. deild. Eyþór Helgi lagði hins vegar sitt að mörkum, skoraði 10 mörk í 18 leikjum.