Aflaskipið Sigurður VE-15 hefur verið í slipp í Reykjavík. Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélags Vestmannaeyja, sagði að skipið hefði verið tekið í slipp vegna hefðbundins viðhalds en ekki til breytinga. Sigurður VE er kominn á sextugsaldurinn en hann var smíðaður í Bremerhaven í Þýskalandi árið 1960 en hefur mikið verið breytt síðan.