Það var ýmislegt sem kom inn á borð lögreglu í vikunni sem leið en engin alvarleg mál. Helgin fór ágætlega fram og lítil sem engin vandræði í kringum skemmtistaði bæjarins. Einn fékk að gista fangageymslur lögreglu um helgina en hann hafði verið ölvaður og með óspektir á almannafæri og því ekki annað að ræða en að vista hann í fangaklefa þar til víman rann af honum.