Opnun Landeyjahafnar hefur mikla þýðingu fyrir Eyjamenn enda sáu íbúar bæjarins glögg merki þess að höfnin var opnuð á ný því ferðamönnum fjölgaði um leið, svo um munaði. Sem dæmi eru í dag í Eyjum 174 breskir skólakrakkar á vegum ferðaskrifstofunnar Iceland Excursions og von er á fleirum næstu vikur.