Í dag, miðvikudaginn 16. nóvember eru 100 ár liðin frá fæðingu Oddgeirs Kristjánssonar, tónskálds og tónlistarkennara í Vestmannaeyjum. Oddgeir samdi á sínum tíma nokkur af dáðustu dægurlögum þjóðarinnar en í kvöld verða lögin flutt á stórtónleikum í Hörpunni í Reykjavík. Með Fréttum fylgir svo ítarlega umfjöllun um Oddgeir, en lesendur vikublaðsins völdu hann m.a. Eyjamann 20. aldarinnar á sínum tíma.