Enski framherjinn Aaron Spear mun snúa aftur til ÍBV og leika með liðinu næsta sumar. Spear kom til ÍBV í lok júlí og var lengi í gang en undir lok Íslandsmótsins sýndi hann hvað í sér býr og var drjúgur fyrir Eyjaliðið. Spear lék 11 leiki í deild, skoraði í þeim 5 mörk og var hann þriðji markahæsti leikmaður ÍBV ásamt fyrirliðanum Andra Ólafssyni. Spear gerir tveggja ára samning við ÍBV.