Herjólfur siglir til Þorlákshafnar 13. desember. Ástæðan er dýpi í Landeyjahöfn og að ekki hefur tekist að mæla það með fullnægjandi hætti. Aðstæður geta þó breyst hratt og við þeim munum við bregðast og senda þar að lútandi tilkynningar á neðangreinda staði um leið og einhverjar breytingar verða ákveðnar.