Lögreglan hafði í nógu að snúast í vikunni sem leið og fór töluverður tími í að aðstoða borgarana vegna þeirrar ófærðar sem voru á götum bæjarins enda töluverð ofankoma og skafrenningur sem gengið hefur yfir Eyjarnar undanfarna daga. Þá var töluvert að gera í kringum skemmtanahald helgarinnar og nokkuð um pústra.