Fótboltakapparnir Eiður Aron Sigurbjörnsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson heimsóttu á dögunum nafna sína, langvíuungann Eið Aron og lundapysjan Þórarinn Ingi. Langvíuunginn kom á safnið sama dag og Eiður Aron skrifaði undir samning við sænska liðið Örebro og fékk því nafn fótboltakappans. Pysjan kom nokkrum dögum fyrr en þá skoraði Þórarinn Ingi sigurmark ÍBV. Það lá því beinast við að nefna pysjuna eftir kappanum.