Ísland í dag var með ítarlega umfjöllun um mál Sigurðar Guðmundssonar á Stöð 2 á mánudagskvöld. Fyrir níu árum var Sigurður dæmdur í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir að valda dauða níu mánaða drengs með hristingi. Barnið var þá í daggæslu sem Sigurður og fyrri kona hans ráku í Kópavogi. Sigurður hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu og lögmaður hans, Sveinn Andri Sveinsson, berst nú fyrir því að málið verði tekið upp að nýju.