Tilboð í rekstur Vestmannaeyjaferju verða opnuð í dag klukkan 14:15 í dag. Fresta varð opnun tilboðanna um viku síðasta þriðjudag þar sem villa var í töflu í tilboðslýsingunni. Þrjú fyrirtæki skiluðu inn tilboðum í reksturinn fyrir viku síðan, Eimskip, sem nú rekur Herjólf, Samskip, sem rak ferjuna á undan Eimsip og svo Sæferðir, sem reka m.a. Breiðafjarðarferjuna Baldur.