Tuttugu ár verða liðin á morgun frá því að Vestmannaeyjaferjan Herjólfur hóf að sigla á milli lands og Eyja. Guðlaugur Ólafsson, skipstjóri Herjólfs, segir að engin formleg hátíðarhöld verði í tilefni dagsins en þó verði boðið upp á ís og blöðrur fyrir börnin um borð.