Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra með meiru sýndi sjómönnum Íslands ótrúlega lítilsvirðingu og dónaskap í sjómannadagsræðu sinni í Ríkisútvarpinu á sjómannadaginn um síðustu helgi. Hroki hans og geðþóttajafnræði er mikið áhyggjuefni. Steingrímur sagði í sjómannadagsræðunni að sér hefði ekki þótt skemmtilegt að taka ákvörðun um að afnema sjómannaafsláttinn, en hann hefði gert það til þess að bjarga efnahag Íslands. Það var ekkert annað. Bjarga efnahag Íslands.