Karlakórnum Söngbræður úr Borgarfirði heimsækir Eyjarnar í kvöld, föstudaginn 8. júní. Ákveðið hefur verið að halda söngskemmtun í Höllinni, kl. 21:00. Stjórnandi kórsins er Viðar Guðmundsson, en hann er ættaður úr Borgarfirði, en býr nú með sauðfé á Ströndum, en er auk þess kórstjóri, organisti, píanóleikari og tónlistarkennari.