Þriðjudagurinn var svartur dagur í sögu Vestmannaeyja og annarra sveitarfélaga sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi þegar frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjald var samþykkt. Var það þvert á álit allra umsagnaraðila. Er ljóst að það mun bitna á fyrirtækjum í sjávarútvegi, starfsfólki og sveitarfélögum út um land þar sem útgerð er undirstaðan.