Maður um tvítugt var fluttur með sjúkraflugi til aðhlynningar í Reykjavík eftir að hann var sleginn fyrir utan veitingastaðinn Volcano með þeim afleiðingum að hann féll aftur fyrir sig um blómaker og lenti með hnakkann í götunni. Maðurinn var fluttur á sjúkrahúsið í Eyjum og þaðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur og var í framhaldinu lagður inn á sjúkrahús vegna höfuðáverka sem hann hlaut við árásina.