27. október næstkomandi verður haldið hið árlega Verslunarmannaball í Höllinni. Dagskráin verður að vanda glæsileg, svo ekki sé talað um veislumatinn frá Einsa kalda sem boðið verður upp á þetta kvöld. Páll Óskar mun koma fram bæði á skemmtun og balli, en auk hans munu listamenn frá Vestmannaeyjum koma fram á skemmtuninni.