Það hefur lítið farið fyrir Eiði Aroni Sigurbjörnssyni, knattspyrnumanninum efnilega úr Vestmannaeyjum, eftir að hann yfirgaf ÍBV í ágúst á síðasta ári og gerði fjögurra ára samning við Örebro. Eiður, sem er 22 ára gamall varnarmaður, kom við sögu í 7 leikjum með liði Örebro í fyrra en á nýafstaðinni leiktíð lék hann ekki eina einustu sekúndu með liðinu sem endaði í næstneðsta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar og féll þar með í B-deildina.