Frá byrjun apríl hefur verið siglt samfellt milli Eyja og Landeyjahafnar og er allt útlit fyrir að svo verði út nóvember. Ríflega 280 þúsund farþegar hafa farið með Herjólfi það sem af er ári eða um 120% fleiri en árið 2009. Eftir því sem lengra hefur liðið frá eldgosinu í Eyjafjallajökli hefur dregið úr sandseti við Landeyjahöfn og eru sterkar líkur eru á að höfnin haldist opin með tilliti til dýpis mest allt árið. Það verður þó ekki fyrr en ný ferja kemur að Landeyjahöfn verður heilsárshöfn.