Í dag fór fram keppni í Stíl 2012 en Stíll er fatahönnunar-, hárgreiðslu- og förðunarkeppni. Keppendur sýna fram á hæfni sína í öllum þessum þáttum og skila jafnframt inn möppu með hönnunarferlinu. Fulltrúar Féló í Eyjum voru þær Ingibjörg Birta Jónsdóttir og Valbjörg Rúna Björgvinsdóttir. Þær gerðu sér lítið fyrir og unnu aðalverðlaunin.