Á laugardaginn verður opnuð ný verslun í Vestmannaeyjum, verslunin Tölva, í húsnæði við Skólaveg 13, eða þar sem Eyjaradíó var í fjölda ára. Eigandi nýju verslunarinnar er Guðbjörn Guðmundsson en hann rak um árabil verslunina Eyjatölvur í félagi við aðra en sú verslun lokaði og hætti rekstri á dögunum.