Forsala miða á bikarleik ÍBV og B-liðsins hófst fyrir helgi en forsalan hefur gengið ævintýralega vel. Búið er að selja 340 miða á leikinn í forsölu en aðeins verða 500 miðar í boði á leikinn. Það fer því hver að verða síðastur að tryggja sér sæti á leiknum mikilvæga.