Elliði Vignisson, bæjarstjóri segir bæjaryfirvöld ekki slá slöku við þegar samgöngur eru annarsvegar. Hann telur að upplýsingaflæði um samgöngur við Vestmannaeyjar til notenda sé ekki nægt og telur ótækt að ekki sé búið að upplýsa Vestmannaeying um það af hverju ekki sé hægt að sigla í Landeyjahöfn, nú þegar aðstæður virðast vera mjög góðar. Elliði segist hafa óskað svara af hverju ekki sé hægt að sigla í Landeyjahöfn og þegar svörin berast, verði þau birt á vef Vestmannaeyjabæjar og í Eyjamiðlunum. Viðtal við Elliða má sjá hér að neðan.