Hópur manna í Eyjum stundar það að spila snóker með reglulegu millibili og spila svo á mótum sín á milli. Sjaldnast er leitað út fyrir landsteinana í Eyjum í snókernum en það er þó að breytast því um helgina fór fram bikarmót eldri borgara í Reykjavík. Eyjamenn áttu þrjá fulltrúa í mótinu, þá Kristján Egilsson, Jóhann Ólafsson og Pál Pálmason.