Vestmannaeyjar eru stórt sjávarpláss, þar sem allt snýst um að veiða og vinna fisk. Það skiptir því gríðarlega miklu fyrir samfélagið að almennt ríki friður og sátt um þær breytingar á fiskveiðistjórn, sem fyrirhugaðar eru. Það sama á reyndar við um önnur sjávarpláss.