Í tilkynningu sem birtist á heimasíðu Herjólfs kom fram að í ljósi tilkynningar frá Siglingastofnun, væri dýpið í Landeyjahöfn of lítið til þess að Herjólfur gæti siglt þangað og ölduspá óhagstæð til dýpkunar. Síðan sagði í tilkynningunni: „Herjólfur mun því sigla til Þorlákshafnar og er gert ráð fyrir því að svo verði amk fram í marsmánuð.“