Enn er bálhvasst í Eyjum en samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands, er meðalvindhraði á Stórhöfða nú 32 metrar á sekúndu og hefur vindhraðinn ekki farið niður fyrir 30 metra í rúman sólarhring. Skólahald í Grunnskóla Vestmannaeyja hefur verið fellt niður í dag, fimmtudag, annan daginn í röð, sem hefur ekki gerst í fjölda ára. Þá hefur fyrri ferð Herjólfs verið frestað og er athugun næst 8:30.