Annar háhyrningur í meðferð til Íslands?
Bandarískir aðilar hafa sótt um leyfi sjávarútvegsráðuneytisins til að sleppa háhyrningnum Tilikum í hafið við Íslandsstrendur á næstunni. �?etta kemur fram á mbl.is en annar háhyrningur, Keikó var þjálfaður í Klettsvík í Vestmannaeyjum um árabil, áður en honum var sleppt 2002. Erindið hefur ekki verið tekið fyrir í sjávarútvegsráðuneytinu að því að fram kemur á mbl.is.
Háhyrningurinn Tilikum hefur leikið listir sínar í sædýragörðum Sealand í Bresku-Kólumbíu í Kanada og Seaworld í Orlando í Bandaríkjunum.
Háhyrningurinn sem talið er að um sé að ræða kallast Tilikum og hefur hann leikið listir sínar í sædýragörðum Sealand í Bresku-Kólumbíu í Kanada og Seaworld í Orlando í Bandaríkjunum. Sjávarútvegsráðuneytið hefur ekki tekið erindið fyrir.
Tilikum veiddist við Íslandsstrendur árið 1983, þá tveggja ára gamall, og var fluttur til Kanada. �?ar var hann þjálfaður upp í að leika listir sínar fyrir framan fjölda áhorfenda í sædýragarðinum Sealand.
Árið 1991 féll einn þjálfara hans ofan í laugina þar sem hann dvaldi og Tilikum dró hana niður undir vatnsyfirborðið þar til hún drukknaði. Stuttu síðar var Tilikum seldur til SeaWorld í Orlando. �?ar varð hann tveimur að bana. Fyrst árið 1999 þegar maður fannst látinn í búri hans einn morguninn og aftur árið 2010 þegar hann drap þjálfara sinn til margra ára.

Nýjustu fréttir

Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag
Draumar æskuáranna rættust
ÍBV tapaði toppslagnum gegn Val
Handverksmenn sýna í Einarsstofu
Samninganefnd skipuð vegna endurskoðunar á Herjólfssamningi
Markmiðin eru skýr – að efla Vestmannaeyjar
Stórskipakantur mikilvægur í mögulegri fóðurframleiðslu
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.